Íbúar gefa heitan pott

Halldór G. Hálfdánarson hefur fyrir hönd íbúa í Fljótum óskað leyfis til að endurnýja heitan pott sem er í sundlauginni á Sólgörðum.

Snúa hugmyndir heimamanna að því að skipta út núverandi potti og setja annan stærri eða tvo jafnstóra þeim gamla. Í bréfinu segir að sveitarfélagið muni ekki bera nokkurn kostnað af framkvæmdinni og fyrir liggi fjármagn, loforð um efni og vinnu vegna þessa.
Á fundi Byggðaráðs þakkaði ráðið frumkvæði íbúanna og samþykkti á ofangreindum forsendum að veita leyfi til að endurnýja núverandi pott með öðrum stærri, enda séu öll tilskilin leyfi til staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir