Íbúahátíð Húnavatnshrepps

Ákveðið hefur verið að halda íbúahátíð í Húnavatnshreppi þann 11. ágúst næstkomandi. Hátíðin verður haldinn í Húnaveri og vonast undirbúningsnefnd til að sem flestir sjái sér fært að mæta. Markmiðið með hátíðinni er að sveitungar hittist, gleðjist og eigi góðan dag saman.

Þetta er í fjórða skipti sem slík hátíð er haldin og hvetur undirbúningsnefndin fólk til að hafa samband ef það vill móta dagskrána í ár. Allar hugmyndir eru vel þegnar. Framkvæmdin er í höndum heimilsfólks að Holti á Ásum, Brekkukoti og Brúarhlíð munu þau  auglýsa nánari dagskrá síðar.

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir