Íbúa-og átthagafélag stofnað í Fljótum

Um fjörutiu manns mættu á stofnfund Íbúa- og átthagafélags Fljótamanna sem haldinn var að Ketílási í síðustu viku. Auk þess höfðu nokkrir skáð sig í félagið sem ekki gátu verið viðstaddir.

Undirbúningur að stofnun félagsins hófst í vetur í tengslum við vekrefnið Sjálfbært samfélag í Fljótum en þá kosin undirbúningsnefnd. Félaginu er ætlað að vinna að hverslags framfaramálum fyrir byggðina og auka samstöðu meðal heimafólks og brottfluttra sem margir eiga sumarbústaði í sveitinni og dvelja þar hluta úr árinu.

Í lok fundar var kosin framkvæmdanefnd fyrir félagið en samkvæmt starfsreglum skulu þrír nefndarmenn hafa fasta búsetu í Fljótum en tveir koma úr röðum ættaðra- og burtfluttra. Nefndina skipa Arnþrúður Heimisdóttir Langhúsum. Dagur Jónasson Reykjavík. Herdís Sæmundardóttir Sauðákróki. Hjördís Leifsdóttir Brúnastöðum og Jón Númason Þraststöðum.  ÖÞ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir