Í leikskóla er gaman

Leikskólabörn í Skagafirði héldu á föstudag upp á Dag leikskólans. Fóru börnin í skrúðgöngu frá Kirkjutorgi að Ráðhúsinu og þar sungum þau fyrir starfsfólk Ráðhúsins. Því næst var gengið fylktu liði á Flæðarnar þar sem mynduð var stór vinakeðja og sungið saman leikskólalögin Við erum vinir og í Leikskóla er gaman.

Þrátt fyrir brunagadd skemmtu viðstaddir sér konunglega og eru myndir frá deginum komnar inn á heimasíður leikskólanna.

Feykir mun verða með myndasyrpu frá deginum í blaðinu sem út kemur á fimmtudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir