Hvöt gengur frá þjálfaramálum
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
02.02.2009
kl. 08.51
Jens Elvar Sævarsson hefur verið ráðinn sem spilandi þjálfari hjá meistaraflokki Hvatar í 2. deild á komandi keppnistímabili. Jens Elvar er ekki alveg ókunnugur í herbúðum Blöndósinga en hann lék með liðinu í fyrra.
Jens Einar er fæddur árið 1980 og hefur lengst af spilað með Þrótti Reykjavík. Hann spilaði 8 leiki með Hvöt í fyrra og skoraði 1 mark. Jens er einstaklega prúður leikmaður því samkvæmt skýrslum hefur hann aldrei verið spjaldaður á ferlinum. Hann hefur leikið 127 leiki og tíu sinnum skipt um félag og skorað 8 mörk.
Hvöt endaði í 4. sæti annarar deildar karla síðusta leiktímabil
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.