Hvít steypa - Myndir

Stafsmenn Steypustöðvar Skagafjarðar stóðu í tilraunastarfsemi í morgun þegar Feyki bar að garði. Verið var að blanda hvítu sementi og hvítri möl í þeim tilgangi að fá hvíta steypu sem fara á í stéttir við íbúðarhús á Sauðárkróki. 

Að sögn Ásmundar Pálmasonar framkvæmdastjóra er þetta í fyrsta skipti sem fyrirtækið útbýr hvíta steypu og telur hann að slík steypa fyrirfinnist ekki í Skagafirði. Hins vegar hafi stundum verið sett litarefni í steypu til að fá fram litaafbrigði sem sé mun auðveldara ferli. Það vilji þó veðrast með tímanum.

Ásmundur segir að litur í steypu vilji veðrast með tímanum en tíminn verði að  leiða í ljós hvernig gangi að halda hvítu steypunni hreinni. Þó séu orðin til góð efni sem sett eru á yfirborðið og þannig megi ef til vill koma í veg fyrir að óhreinindin komist ofan í steypuna sjálfa og jafnvel hægt að skola þau burt.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun þegar starfsmenn Steypustöðvarinnar voru að blanda hvítu steypuna.

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir