Hvert fer snjórinn?
Hvert snjórinn fer er erfitt að svara en hávísindalegar tilraunir voru gerðar á Leikskólanum Barnaborg á Skagaströnd um daginn. Í hlákunni um daginn gufaði snjórinn bókstaflega hratt upp og krakkarnir í Stínuhóp voru að velta vöngum yfir hvert hann færi.
Einn sagði „hann fer þegar sumarið er komið“ en öðrum fannst það ekki alveg nógu nákvæmt svar svo ákveðið var að fara og safna snjó og athuga hvað yrði um hann.
Einn daginn fóru þau út í bæ og eftir nokkra leit fundu þau smá snjóskafla hér og þar og settu í skyrdollur. Nú var bara að bíða og sjá hvað um snjóinn yrði og í hvaða ásigkomulagi hann verður þegar hann kemur inn í hlýjuna.
Ja, há er þetta þá snjórinn? spurði ÞB „og hvar er sumarið?“ „Sumarið er ekki í dollunum" sagði ein úr hópnum. „Snjórinn breyttist í vatn og það er fullt af skít í því" sagði annar. Það urðu miklar vangaveltur og umræður um þessa einföldu rannsókn en samt flóknu niðurstöðu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.