Hver borðaði kökurnar?
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
17.04.2009
kl. 10.17
Stærðfræðiþrautirnar á heimasíðu Höfðaskóla á Skagaströnd eru sívinsælar og skemmtilegar. Feykir.is hefur fengið nokkrar þrautir lánaðar til að leggja fyrir lesendur enda skemmtilegt að reyna örlítið á hugann í lok viku.
Stærðfræðiþraut fyrir 5. - 7. bekk
Þegar mamma kom fram í eldhús sá hún að einhver hafði borðað allar smákökurnar sem hún hafði bakað. Hún spurði börnin sín fjögur hver væri sökudólgurinn og hér eru svör þeirra:
Anna: „Halli borðaði kökurnar.“
Halli: „Frikki borðaði kökurnar.“
Lísa. „Ég borðaði ekki kökurnar.“
Frikki: „Halli lýgur því að ég hafi borðað kökurnar.“
Aðeins eitt þeirra sagði satt. Hver borðaði kökurnar?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.