HVER Á APA SEM GÆLUDÝR?
Enn er hægt að skoða stærðfræðiþrautir á heimasíðu Höfðaskóla á Skagaströnd sem sett var inn í tilefni viku stærðfræðinnar fyrr í vetur. Hér er dæmi um þraut sem ætluð er nemendum í 8.-10. bekk.
Við götu standa hús nr. 2,4,6 og 8 raðað frá vinstri til hægri. Í hverju húsanna býr einn nemandi og hann á eitt gæludýr og eitt uppáhaldsfag í skólanum.
Hér eru nokkrar vísbendingar:
a) Uppáhaldsfag nemandans í húsi nr. 6 er líffræði
b) Hundurinn býr við hliðina á hestinum
c) Uppáhaldsfag Óla er stærðfræði og hann býr í endahúsi
d) Eiríkur býr á milli þess sem á hestinn og þess sem hefur líffræði sem uppáhaldsfag
e) Kristín býr við hliðina á kattaraeigandanum
f) Uppáhaldsfag nemandans sem býr lengst til hægri er tölvufræði
g) Kötturinn býr við hliðina á þeim sem hefur íslensku sem uppáhaldsfag
Í HVAÐA HÚSI BÝR ÁSA OG HVER Á APA SEM GÆLUDÝR?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.