Hvatarmenn byrja með sigri
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
17.03.2009
kl. 08.24
Hvatarmenn hófu keppni í Lengjubikarkeppni KSÍ í knattspyrnu karla um helgina er þeir léku við lið Reynis frá Sandgerði. Leikið var í Kórnum á sunnudag.
Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en í þeim síðari komust Hvatarmenn yfir á 48. mínútu, er nýr leikmaður Hvatar Hjörvar Hermannsson skoraði. Hjörvar var aftur á ferðinni á 56. mínútu og það var síðan Aron Bjarnason sem skoraði síðasta Hvatar og síðasta markið í leiknum á þeirri 66. mínútu. Fleira markvert gerist ekki í leiknum nema þá að Reynismenn misstu einn leikmann af velli á 67. Mínútu eftir glórulaust brot og spiluðu þeir því einu færri í rúmlega 20 mínútur
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.