Hvammstangahöllin opnuð
feykir.is
Hestar, Vestur-Húnavatnssýsla
09.02.2009
kl. 09.48
Tímamót verða hjá hestamönnum á Hvammstanga og nágrenni í dag en þá þá verður reiðhöllin tekin formlega í notkun. Það er lið 1 í Húnvetnsku liðakeppninni sem ætlar að ríða á vaðið og hafa æfingu fyrir keppnina.
Þeir sem ætla sér að nota höllina kaupa kort sem gilda í ákveðinn tíma. Þar sem enginn húsvörður er í húsinu, þurfa notendur að kveikja og slökkva ljós, hreinsa eftir sig í skemmunni og ganga rosalega vel um. Korthafar þurfa að sjá um að opna húsið og loka því einhvern tímann á tímabilinu. Tímabilinu verður skipt á milli korthafa og kemur í ljós hvað það kaupa margir kort hversu marga daga hver korthafi þarf að sjá um höllina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.