Hvaða íþrótt ætlar þú að æfa í vetur?
Vetrarstarf Tindastóls hófst í dag, mánudaginn 28. ágúst. Tindastóll býður upp á öflugt og fjölbreytt íþróttastarf og ættu allir að geta fundið íþróttir við sitt hæfi. Börnum á grunnskólaaldri er boðið að koma og prófa íþróttir hjá öllum deildum dagana 28. ágúst til 1. september.
Í fréttatilkynningu frá Tindastóli kemur fram að „...ekki er þörf á að eiga þann búnað sem krafist er en engu að síður er gott að vera í íþróttaskóm í körfubolta og fótbolta, það getur verið sárt að vera á tánum þegar einhver stígur ofan á mann.“
Því miður getur sunddeildin ekki hafið sitt starf strax og það auglýst síðar og þá verður hægt að prófa greinina þegar þau hefja sitt starf. Stundartaflan er klár og hana er hægt að skoða á Facebook-síðu Tindastóls (SMELLA HÉR).
„Skráning í íþróttir og öll samskipti fara í gegnum Sportabler. Vinsamlegast náið í það forrit í símann ykkar. Verið er að vinna að flokkaskiptingu, færa iðkendur á milli hópa inn á Sportabler. Hlökkum til vetrarins með ykkur. Áfram Tindastóll!“ segir í tilkynningunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.