Hvað er líkt með hestamennsku og hjónabandi?
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
21.04.2009
kl. 11.46
Reiðkennarabraut Hólaskóla kynnir nýja strauma í hestamennsku á „Tekið til kostanna” í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki, laugardaginn 25. apríl kl. 12:30 – 17:00 og nefnist Færni til framtíðar.
Þar verður boðið upp á ýmislegt sem tengist hestum og lagðar fram spurningar og einhverjum svarað. Sem dæmi um spurnigar er t.d.: Eru konur betri knapar en karlar? Hvað er líkt með hestamennsku og hjónabandi? Og ertu traustsins verður?
Einnig verður margt fróðlegt um tamningar og þjálfun hrossa.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.