Hvað áttu mikið sumarfrí
Nú fer að líða að því að fólk fari í sumarfrí , að minnsta kosti að athuga hvað marga daga það eigi rétt á, Samkvæmt upplýsingum hjá stéttafélaginu Samstöðu þá skal lágmarksorlof vera 24 virkir dagar.
Sumarorlof er fjórar vikur, 20 virkir dagar, sem veita ber á tímabilinu 2. maí - 30. september. Orlof umfram það má veita utan þessa tímabils og ákvarðast með minnst eins mánaðar fyrirvara.
Orlofsuppbót
Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er: kr. 25.200 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2009,
ATH: Við núverandi stöðu kjarasamninga eru ríkisstarfsmenn einu félagsmenn stéttarfélaga á vinnumarkaði, sem ekki fengju hefðbundna orlofsuppbót í júní næstkomandi. Til að stuðla að jafnri stöðu stéttarfélaga í aðdraganda þjóðarsáttar um launaþróun hefur fjármálaráðherra ákveðið að starfsmenn ríkisins sem fengið hafa orlofsuppbót skv. kjarasamningum fái orlofsuppbót árið 2009 að upphæð kr. 25.200 eins aðrir launþegar.
/samstaða.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.