Húsið Björk rifið

Björk, fast upp við Bakaríið

Húsið Björk sem staðið hefur upp við Sauðárkróksbakarí svo lengi sem minni flestra nær hefur nú fengið þann dóm að það skuli rifið. Húsið var byggt árið 1917 og þjónaði fólki bæði sem íbúðar- og verslunarhúsnæði.

 

 

 

 

 

 

Róbert yfirbakari keypti húsið í því skyni að rífa það og útbúa útisvæði út frá Bakaríinu þar sem fólk getur notið þess að vera til og er það sérstaklega hentugt yfir sumartímann þegar lognið og blíðan á Króknum verður allráðandi.

    

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir