Hús frítímans hugsanlega leigt undir viðburði
Hús frítímans var eins og Feykir.is greindi frá nú fyrr í morgun formlega opnað almenningi í gær. Húsið er stórt með miklum salarkynnum og hefur Félags- og tómstundanefnd fengið erindi þess efnis að hugsanlega verði húsið í undantekningartilfellum leigt fyrir viðburði.
Samþykkti nefndin að leggjast ekki gegnt því að húsið verði leigt fyrir viðburði þegar aðrir salir í einkarekstri eru uppteknir og þegar það rekst ekki á við starfsemi hússins. Sértekjur, sem koma inn vegna þessa, skulu renna í sjóð til uppbyggingar á starfseminni. Var málinu í framhaldinu vísað til byggðaráðs til umsagnar.
Mikill fjöldi einkasala er á Sauðárkróki og í nágrenni. Lítill salur er í Ólafshúsi, stór á Mælifelli, anddyri reiðhallarinnar, Frímúrararnir eru með sal, salur er í Tjarnabæ, Ljósheimum, Fjölbrautaskóla, Safnaðarheimilið og á fleiri stöðum bæði í bænum og nánasta nágrenni. Það ætti því ekki að koma oft upp sú staða að allir þessir staðir séu uppteknir á sama tíma nema þá hugsanlega undir fermingaveislur
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.