Húnvetnska liðakeppnin

Mynd: Þytur

Nú fer að styttast í næsta mót sem haldið verður á Blönduósi á föstudagskvöldið næsta. Þá verður keppt í fimmgangi og tölti barna og unglinga og verður mótið í umsjá þeirra Neistamanna. Síðasti skráningardagur er annað kvöld 24. feb. á netfangið kolbruni@simnet.is.

Ákveðið var að breyta reglum um stigagjöf í samráði við liðstjóra liðanna fjögurra.
Þær breytingar sem verða á stigasöfnun frá og með næsta móti eru:
Í B-úrslitum í 1. flokki fær
6. sætið 5 stig,
7. sætið 4 stig,
8. sætið 3 stig og
9. sætið 2 stig.

Síðan verða unglingar með í stigasöfnuninni og þá fær:
1. sætið 3 stig,
2. sætið 2 stig,
3. - 5. sætið fá 1. stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir