Húnvetnska liðakeppni - SMALINN
SMALINN er næsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar og verður í Hvammstangahöllinni föstudagskvöldið 20. mars nk.
Keppt verður í Unglingaflokki, 2. flokki og 1. flokki.
Stig í Unglingaflokki eru 3 -2-1-1-1, stig
í 2. flokki eru 10-9-8-7-6-5-4-3-2-1
Stig í 1. flokki eru 10-9-8-7-6-5-4-3-2-1.
Í 1. og 2. flokki fá 10 hestar að fara brautina aftur en 5 í Unglingaflokki.
Brautin er eins og myndin sýnir
Mótanefnd hafa borist margar skemmtilegar spurningar um mótið og var ákveðið að skella þeim á netið:
Mun Konni í Böðvarshólum mæta með hundinn?
Með hvaða 1. verðlauna stóðhest mun Tryggvi Björns mæta með?
Mætir A-Hún í búning?
Er www.snobb.is síðan komin í gagnið, hvað er lykilorðið?
Mætir Haddý aftur í reiðbuxum?
Er Hjördís ennþá öfundsjúk út í flottu Ástundspeysurnar?
Mætir Jói á Bessastöðum á réttum tíma?
Hvaða 1. verðlauna meri mun Tryggvi lána Loga?
Mun Sigrún mæta með límband fyrir munninn?
Kemur Dóri Fúsa í hjólastól með þyrlu?
Kemur Höddi í lögreglufylgd?
Hvað gerir Víðidalsliðið núna? Hverjir koma og keppa fyrir þá? Amma hans Tryggva? (www.bitur.is)
Nagar Raggi puttann á meðan Kolla keppir?
Er Gunni ekki búinn að ná sér eftir höfuðhöggið? er hann kannski bara alltaf svona?
Þá er bara um að gera að skella sér og komast að því hver vinnur keppnina og ekki síður að fá svör við ofangreindum spurningum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.