Húnvetningur á heimsmeistaramóti í frjálsum íþróttum unglinga

Hulda Þorsteinsdóttir úr ÍR hafnaði í níunda sæti ásamt þremur öðrum stúlkum í úrslitum stangarstökkskeppni heimsmeistaramótsins í frjálsíþróttum unglinga, 19 ára og yngri, í Kanada. Hulda stökk 3,80 metra. Hulda á ættir sínar að rekja á Blönduós en afi hennar er Sigurður Þorsteinsson á Holtabrautinni.

Alls tóku 13 stúlkur þátt í úrslitum stangarstökksins. Ein fór ekki yfir byrjunarhæðina sem var 3,80 metrar. Hulda felldi þrívegis 3,95 metra í úrslitakeppninni. Gullverðlaunin komu í hlut sænskrar stúlku sem lyfti sér yfir 4,25 metra. Þýskur keppandi fékk silfrið með 4,20 metra og bresk  stúlka hlaut bronsið með því að vippa sér yfir 4,15 metra.

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir