Hundur í óskilum á Hólum

 

Það geta flutt Nylon

Miðvikudaginn 11. mars fengu nemendur Grunnskólans á Hólum bráðskemmtilega heimsókn í skólann. Var þar um að ræða dúettinn Hund í óskilum sem kom í heimsókn á vegum Tónlistar fyrir alla.

Vöktu þeir félagar mikla lukku og skemmtu allir sér ljómandi vel. Þessir miklu snillingar spiluðu á blokkflautu með augum, nefi og nafla, spiluðu á hækju og fluttu lög með nylon. En þar sem þeir kunnu ekki nein lög með Nylon brugðu þeir nylonsokkabuxum yfir höfuð sér og þar með gátu þeir spilað með nylon!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir