Húnaþing vestra auglýsir starf verkefnisstjóra stjórnsýslu-, atvinnu- og kynningarmála
Húnaþing vestra leitar að drífandi einstaklingi í stöðu verkefnastjóra stjórnsýslu-, atvinnu- og kynningarmála á fjármála- og stjórnsýslusviði sem vinnur þvert á öll svið sveitarfélagsins. Um fjölbreytt og spennandi framtíðarstarf er að ræða hjá sveitarfélagi í sókn. Starfið krefst færni á ýmsum sviðum, m.a. á leiðum til kynningar- og miðlunar, umsjón viðburða, styrkjaumhverfi, stjórnsýslu, o.m.fl. Um 100% starf er að ræða.
Í tilkynningu á vef Húnaþings vestra má sjá upptalningu á helstu verkefnum verkefnastjórans sem og menntunar- og hæfniskröfur. Næsti yfirmaður verkefnisstjóra er sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs.
Umsóknarfrestur er til og með 3. júní nk. Umsóknir skulu innihalda ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem hæfni umsækjnda í starfið er rökstudd. Umsóknum skal skilað með rafrænum hætti til Elínar Jónu Rósinberg sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á netfangið ellajona@hunathing.is og veitir hún jafnframt nánari upplýsingar um starfið.
Sjá nánar á vef Húnaþings vestra >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.