Húnaþing vestra áformar að ljósleiðaravæða þéttbýli sveitarfélagsins

Frá Hvammstanga. Mynd:Nat.is.
Frá Hvammstanga. Mynd:Nat.is.

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að sveitarfélagið áformi að taka tilboði háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytis um að ljósleiðaravæða þau heimili í þéttbýli sveitarfélagsins sem eru ekki nú þegar komin með ljósleiðaratengingu. Sjá nánar hér. En áður en framkvæmdir hefjast á grundvelli styrks frá sjóðnum þá þarf sveitarfélagið að kanna eftirfarandi atriði:

  1. hvort fjarskiptafyrirtæki hyggjast tengja styrkhæf heimilisföng á markaðslegum forsendum. Lista yfir styrkhæf heimilisföng er hægt að nálgast hjá Húnaþingi vestra,
  2. hvort fjarskiptafyrirtæki hyggjast leggja og tengja eigið ljósleiðaranet í skurði/lagnaleiðir sem sveitarfélagið kostar.

Þau fjarskiptafyrirtæki sem kunna að hafa áhuga geta haft samband við sveitarstjóra fyrir 16. ágúst n.k. í netfangið unnur@hunathing.is

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir