Húnar til bjargar á Holtavörðuheiði
Í gær var aftakaveður víða á landinu og mikill snjór sem tafði umferð um vegi landsns. Björgunarsveitin Húnar fóru tvær ferðir upp á Holtavörðuheiði til aðstoðar bílum sem sátu fastir eða höfðu hafnað utan vegar.
Um klukkan tvö í gær var sveitin kölluð út vegna bíls sem hafði lent utan vegar á Holtavörðuheiðinni. En þegar sveitin var mætt á svæðið fannst bíllinn ekki og líklegt að honum hafi verið hjálpað af öðrum en ekki látið vita svo Björgunarsveitin fór fýluferð.
Seinna um daginn var sveitin kölluð út í annað sinn enda hafði veðrið heldur versnað.
Veitt var m.a. aðstoð í Hæðarsteinsbrekku en sú brekka er venjulega helsti farartálminn á heiðinni. Margir bílar lentu út af og þurfti að fylgja þó nokkrum bílum yfir háheiðina.
Seinna um kvöldið bættust fleiri í björgunarsveitarhópinn en þá hafði vöruflutningabíll eða trailer oltið sunnan í heiðinni við Biskupsbeygjuna.
Um klukkan 22:00 var björgunarstörfum lokið og björgunarsveitirnar fóru að koma sér aftur niður af heiðinni eftir annasaman dag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.