Húnar þramma á Mælifellshnjúk
feykir.is
Uncategorized
12.03.2009
kl. 10.19
Það er allaf nóg að gera hjá félögum í björgunarfélaginu Húnum á Hvammstanga en á sunnudag stendur til að félagar geri sér glaðan dag og gangi að því tilefni á Mælifellshnjúk.
Á heimasíðu Húna er félagar hvattir til þess að dusta nú rykið af gönguskónum og rölta á svo sem eins og einn tind.
Áhugasamir geta skráð sig hjá Eyþóri í síma 869-4709 / ekedvalds@simnet.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.