Húnar fengu góða gjöf
Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga hélt upp á 112 daginn í gær. Byrjuðu Húnarnir daginn með því að Pétur Arnarsson fór í heimsókn með skólahjúkrunarfræðingi í heimsókn í grunnskólann en þar var 4.bekkur heimsóttur og farið var yfir hin ýmsu mál m.a. hvernig á að hringja í 112. Björgunarsveitin var líka með björgunarsveitarbíl við skólann meðan á heimsókninni stóð.
Á Borðeyri fór Sævar Sigurbjartsson í heimsókn í grunnskólann á Borðeyri og sýndi krökkunum í skólanum björgunarsveitarbílinn og búnaðinn sem í honum er. En það er m.a. eini bíll sveitarinnar sem er búin hjartastuðtæki.
Og aftur kl fimm mættu svo allir viðbragðsaðilar lögregla, slökkvilið, sjúkraflutningamenn og björgunarsveitin við slökkvistöðina og var ekið um Hvammstanga í bílalest með blikkandi ljósum og sírenuvæli. Öllum börnum á öllum aldri boðið með í ferðina. Þáttaka var mjög góð og þarna voru mættir á svæðið björgunarmenn framtíðarinnar. Að lokinni ökuferðinni mætti Guðmundur Jóhannesson formaður Slysavarnadeildarinnar Káraborgar á svæðið og afhenti björgunarsveitinni að gjöf tvær sjúkrabörur (skeljar) með tilheyrandi hlífðarpokum. Björgunarsveitin færir Slysavarnadeildinni Káraborg sýnar bestu þakkir fyrir þessa góðu gjafir.
Myndir frá 112 deginum á Hvammstanga er að finna hérna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.