Húnar á Holtavörðuheiði

Eins og sjá má var aðkoman ekki sú skemmtilegasta

Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga var kölluð út í gær til að aðstoða vegfarendur er voru í vandræðum á Holtavörðuheiði en þar var afleitt ferðaveður eins og var víða á landinu.  Farið var á tveimur bílum á heiðina, Húna 1 og 2.

 
Aðstoða þurfti allnokkra vegfarendur og á tímabili var fólk flutt úr bílum sínum niður í Staðaskála þar sem ekki var annað hægt en skilja bílana eftir á heiðinni.
Er leið á daginn lægði veðrið og fólkið, sem þurfti að skilja bíla sína eftir, var aftur flutt á heiðina og því hjálpað með bílana niður af heiðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir