Húnahorn ehf ekki það sama og huni.is
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
31.03.2009
kl. 09.38
Fjármálaeftirlitið hefur nú til rannsóknar ýmis viðskipti tengd Byr Sparisjóð og þar meðal annars viðskipti sparisjóðsins við Húnahorn ehf sem er einkahlutafélag í eigu Ragnars Z. Guðjónssonar og fleiri.
Ragnar er einnig einn aðaleiganda vefsíðunnar www.huni.is eða Húnahornsins sem er fréttavefur í Húnavatnssýslum. Samkvæmt heimildum Feykis er þarna um tvö algjörlega aðskilin félög að ræða. Fréttavefurinn Húnahornið kemur þarna hvergi við sögu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.