Humar, Mexikóst lasagna og Vanilluís

Þorbjörg Sandra Magnúsdóttir og Hreiðar Örn Steinþórsson á Sauðárkróki voru matgæðingar Feykis á síðasta ári og buðu upp á dýrindis uppskriftir sem verða lesendum Feykis.is aðgengilegar héðan í frá. Réttirnir eru einfaldir í framreiðslu og virkilega gómsætir.

Humar og humarsósa

  • 500 gr. humar eða skelbrot
  • 3 – 4 hvítlauksgeirar
  • Olía
  • Svartur pipar
  • Salt

Humarinn er tekin úr skelinni (má einnig hafa hann í henni), settur í eldfast mót, olíu hellt yfir hann þannig að hún fari yfir hann. Pressið hvítlauksgeirana og blandið saman við olíuna og síðan er svörtum pipar og salti stráð yfir. Gott er að láta humarinn liggja í þessum legi í ca. 2 – 4 tíma áður en hann er eldaður. Humarinn er síðan annað hvort hægt að snögg steikja á pönnu eða skella inn í ofn í eldfasta mótinu í ca. 5 - 10 mín.

Humarsósa

  • 1 lítil dós majones
  • ½ dós sýrður rómi
  • 3 – 4 msk. tómatsósa
  • 1 – 2 msk. sætt sinnep
  • 1 – 2 msk. fiskikrydd frá knorr
  • 1 – 2 msk. sítrónu pipar

Þetta er síðan borið fram með ristuðu brauði. Og stendur alltaf fyrir sínu.

Mexikóst lasagna

Fyrir ca. 4

  • 400 gr. kjúklingabringur
  • 1 pk. Santa Maria wrap
  • tortilla original kökur eða aðrar
  • tortillakökur
  • 1 pk. Santa Maria Fajita spice mix
  • 1 krukka Santa Maria Garlic salsa medium
  • 1 dl. matreiðslurjómi
  • Matarolía til steikingar
  • 1 stk. stór gul paprika
  • 1 stk. stór rauðlaukur
  • Ca. 200 gr. rifinn ostur
  • 1 msk. hveiti
  • 1 dl. vatn

 

Aðferð

Skerið bringurnar, paprikuna og laukinn í strimla/bita og brúnið í olíu á pönnu. Stráið hveitinu og fajita kryddinu yfir. Bætið vatni, rjóma og salsasósunni út í og blandið vel saman. Látið malla á pönnunni í ca. 5 – 10 mín. Nú er að “lagfæra ” tortillurnar og fyllinguna; leggið tortillurnar í eldfast mót, setjið tortillu og fyllingu til skiptis, byrjað og endað á tortillu, ca. 3 lög. Gott er að smyrja eldfasta mótið með smá olíu svo kökurnar festist ekki í botninum. Stráið ostinum yfir efstu tortilluna og gratínerið í ofni við 200°c í ca. 20 mín.

Vanilluís með heitri súkkulaðisósu og ferskum jarðaberjum

Heit súkkulaðisósa

  • 1 plata Sírius suðusúkkulaði
  • 2 stk. Mars súkkulaði
  • Ca. ¼ - ½ dl. rjómi

 

Þetta er allt sett saman í pott við vægan hita, og látið bráðna vel. Borið fram með hvaða ís sem þið viljið og ekki er verra að hafa fersk jarðaber með.

Verði ykkur að góðu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir