Húllumhæ í rafmagnsleysi á Hofsósi
feykir.is
Skagafjörður
10.05.2010
kl. 09.45
Það var heldur betur slegið upp húllumhæi á Hofsósi síðastliðið föstudagskvöld. Þá stóð Sveitarfélagið Skagafjörður fyrir partý- og leikjasundi í hinni mergjuðu nýju sundlaug á Hofsósi.
Fjörið hófst kl. 19 og stóð til kl. 22 og létu sundlaugargestir rafmagnsleysi ekki trufla spriklið - enda skartaði Fjörðurinn fagri sínu fegursta í sumarstillunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.