Hulda Þórey fær afreksbikarinn
Hulda Þórey Halldórsdóttir fékk í dag afhentan afreksbikarinn, til minningar um Stefán Guðmundsson stjórnarmann Kaupfélags Skagfirðinga og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur en með þessari úthlutun er einnig veittur 300.000 kr.- styrkur úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga.
Hulda Þórey sem fædd er árið 2007 var um fimm ára aldur þegar hún byrjaði að æfa fótbolta með Tindastól. Hún byrjaði sem framherji þar sem hún raðaði inn mörkum á yngri árum með skotfestu sinni og er nú í dag varnarmaður sem les leikinn vel og kemur boltanum vel í spil. Hún var valin í norðurlandaúrval stúlkna í febrúar síðastliðinn sem fór til Danmerkur og spilaði þar tvo leiki og einnig hefur hún farið á æfingar með yngri landsliðum Íslands. Síðastliðið ár hefur hún æft með meistaraflokki kvenna hjá Tindastól og spilað með 2. og 3. fokki. Hulda Þórey er vel af þessari viðurkenningu komin og óskum við henni innilega til hamingju.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.