Hrossarækt á Sumarsælu

Hrossaræktendur í Skagafirði eru ekki af baki dottnir þó ekkert verði landsmótið þetta árið og blása á morgun til mikils hrossaræktardags á Vindheimamelum. Boðið verður upp á yfirlitssýningu kynbótahrossa, ræktunarbúsýningar og stóðhestakynningar.

Auk glæsilegra hesta verður boðið upp á grill og gaman. Um kvöldið verður síðan alvöru hestamannateiti á Hótel Varmahlíð með hlaðborði og lifandi tónlistarflutningi.

Þá verða opnir dagar á hrossaræktarbúum milli kl: 13:00 og 17:00
Vatnsleysa föstudagur
Miðsitja föstudagur og sunnudagur
Steinnes A-Hún. föstudagur og sunnudagur
Syðra-Skörðugil sunnudagur
Hjaltastaðir sunnudagur (leðurverksstæðið opið alla vikuna)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir