Hreyfivika í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra tekur nú í fyrsta sinn þátt í Hreyfiviku (Move Week) sem fer fram um alla Evrópu dagana 21.-27. september. Tilgangurinn er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum. Boðið verrður upp á fjölbreytta hreyfingu fyrir alla fjölskylduna. Það er von sveitarfélagsins að íbúar þess kynni sér það sem í boði er í Hreyfivikunni, taki þátt í einhverjum viðburðanna og skilji jafnvel bílinn eftir heima og gangi eða hjóli í vinnuna.
Dagskrá Hreyfiviku 21.-27. september er eftirfarandi:
Viðburðir |
Lýsing |
Tímasetning |
Íþróttamiðstöð |
Frítt í íþróttasal, þreksal og sundlaug. |
Alla vikuna. |
Morguntímar |
Boðið verður upp á aukinn opnunartíma í íþróttahúsið, þreksal og sundlaug. |
Alla virka morgna kl. 06:00. |
Badminton |
Opnir tímar. Allir byrjendur velkomnir. Reyndir iðkendur verða með tilsögn. Spaðar og flugur á staðnum. |
Mánu- og miðvikudag kl. 19:30 |
Fótbolti/Bumbubolti |
Opnir tímar. Hér gefst tækifæri til að spila fótbolta með reyndum, úthaldsömum og snöggum knattspyrnuköppum. |
Þriðjudag kl. 19:30 og fimmtudag kl. 20:00. |
Blak |
Opnir tímar, allir velkomnir. Karlar sérstaklega hvattir til að koma og prófa. |
Þriðju- og fimmtudag kl. 18:30. |
Körfubolti |
Frítt inn. |
Þriðju- og fimmtudag kl. 20:00. |
Kraftlyftingar |
Aðalsteinn býður áhugasömum tilsögn í kraftlyftingum í þrektækjasalnum. |
Mánu- og miðvikudag kl. 16:30-18:00. |
Hádegispúl |
Stöðvaþjálfun með Sveinbjörgu í íþróttahúsinu. Allir velkomnir. |
Föstudag kl. 12:10-12:50. |
Jóga |
Pálína jógakennari með frábæra kvöldstund í kundalini jóga í íþróttahúsinu. |
Föstudag kl. 20:00. |
Boccia |
Stórskemmtileg íþróttagrein sem hentar jafnt ungum sem öldnum. |
Laugardag kl. 10:00. |
Sund eldri borgara |
Vatnsleikfimi fyrir eldri borgara með Stellu. |
Fimmtudag kl. 13:00. |
Blóðþrýstingsmæling |
Starfsfólk heilsugæslunnar verður með blóðþrýstingsmælingu í íþróttamiðstöðinni öllum að kostnaðarlausu. |
Þriðju- og miðvikudag kl. 14:00-15:00. |
Foreldraæfing |
Foreldrum/Forráðamönnum er sérstaklega boðið að koma og kíkja á æfingar hjá Umf. Kormáki. |
Mánu-, þriðju- og miðvikudag. |
Hestafimleikar |
Kathrin og Irena bjóða foreldrum/forráðamönnum að koma og skemmta sér með krökkunum. |
Þriðjudag kl. 16:30 og fimmtudag kl. 15:00. |
Fjallganga |
Allir velkomnir að labba upp að Snældukletti með Guðmundi og Tönju. Lagt af stað frá íþróttamiðstöðinni. |
Laugardagur kl. 11:00. |
Leikskólinn Ásgarður |
Skipulögð hreyfistund með fjölbreyttri hreyfingu í íþróttahúsinu. |
Mánu- og fimmtudagur kl. 09:30-10:10. |
Leikskólinn Ásgarður |
Nýr leikur verður kenndur á leikskólalóð. |
Þriðjudag. |
Leikskólinn Ásgarður |
Vettvangsferð upp í Hvamm. |
Miðvikudag. |
Kaupfélagið |
Kaupfélagið býður 10% afslátt af öllum heilsuvörum. |
Mánudag - laugardag. |
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.