Hreindýr setja upp jólin – best skreytta hurðin valin

Hlutskörpustu hurðirnar. Sigurhurðin er í miðjunni, Fótsporin til vinstri og Norðurpóllinn til hægri. MYNDIR: GRUNNSKÓLI HÚNAÞINGS VESTRA
Hlutskörpustu hurðirnar. Sigurhurðin er í miðjunni, Fótsporin til vinstri og Norðurpóllinn til hægri. MYNDIR: GRUNNSKÓLI HÚNAÞINGS VESTRA

Hurðir á skólastofum í Grunnskóla Húnaþings vestra voru mjög hugvitssamlega skreyttar þegar haldin var jólaskreytingakeppni milli bekkja á uppbrotsdegi í skólanum nú nýlega. Sigurvegarinn reyndist vera Hreindýr setja upp jólin en mikill metnaður var lagður í skreytingarnar og sjá mátti margar bráðskemmtilegar útfærslur.

Dómnefnd skipuðu Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri og Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu og kemur fram á heimasíðu skólans að nefndinni hafi verið mikill vandi á höndum við valið.

Eftir mikla yfirlegu stóðu þrjár myndir eftir; Hreindýr setja upp jólin, Fótspor og Norðurpóllinn. Sem fyrr segir voru það hreindýrin sem fögnuðu sigri.

Fleiri myndir af skreyttum hurðum má sjá hér >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir