Hraustir krakkar í Húnavallaskóla
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
23.02.2009
kl. 09.59
Í Húnavallaskóla fór fram á föstudaginn undankeppni fyrir skólahreysti sem haldið verður þann 12. mars n.k. á Akureyri. Sett var upp þrautabraut í íþróttasalnum og öllum nemendum 9. og 10. bekkjar heimil þátttaka.
Keppendur voru dyggilega studdir af öðrum nemendum skólans og hart barist um sæti í liðinu. Fór svo að lokum að Hjörtur Þór, Brynjar Geir, Harpa og Írena Ösp unnu sér sæti í keppnisliðinu og Jakob Skafti og Sandra eru til vara.
Ekki þarf að efast um að þau verði vel studd af klappliðinu sem fylgir þeim norður en það verða nemendur 8. – 10. bekkjar ásamt kennurum.
/Húnavallaskóli
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.