Hrafninn kominn með unga
Að Tjörn á Vatnsnesi er varnarþing Íslensku landnámshænunnar og er hægt að lesa á heimasíðu þeirra ágætu hænsna lýsingu á því hvernig vorið hellist yfir íbúa á þeim slóðum.
Þar segir að hrafninn sé kominn með unga og fyrstu gæsa og álftahóparnir hafi flogið yfir í vikunni einnig að þrestirnir eru farnir að undirbúa hreiðurgerð. Lóan birtist í hópum og og söng fyrir landnámshænurnar sín fegursu ljóð.
Annars er það að frétta af hænunum að þær hafa verið duglegar að vera úti undanfarið þrátt fyrir nepjuna sem hefur verið fyrir vorkomu og þær farnar að róta mikið og finna ýmiskonar skordýr enda vakna fljótt flugur og ormar þegar hlýnar í veðri og birtir til .Það þyrfti bara að þorna svolítið betur um svo hænurnar gætu farið að baða sig úti við, segir á Hænsnavefnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.