Hrafnhildur sigraði í einvíginu

Hrafnhildur og Sessý í einvíginu i gær. Mynd: Skjáskot af Youtube.
Hrafnhildur og Sessý í einvíginu i gær. Mynd: Skjáskot af Youtube.

Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Húnaþingi vestra bara sigur úr bítum í einvígi gegn Sessý í þættinum The Voice Ísland í gærkvöldi. Hrafnhildur Ýr er mikill reynslubolti í söngnum og keppti m.a. fyrir hönd FNV í söngkeppni framhaldsskóla á sínum tíma. Hún tók einnig þátt í Voice í fyrra en þá datt hún úr keppni eftir einvígi við Hjört Traustason sem síðan sigraði keppnina.

Flutningur þeirra Hrafnhildar og Sessýjar var vægast sagt magnaður en að lokum fór svo að þjálfari þeirra, Salka Sól, valdi Hrafnhildi Ýr. Aðstoðarþjálfari Sölku var unnusti hennar, Skagfirðingurinn Arnar Freyr Frostason.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir