„Höfum alltaf verið áræðin og látið slag standa“

Skúli Einarsson og Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka í Hrútafirði eru í opnuviðtali Feykis í dag. Mynd: Bændablaðið/SMH
Skúli Einarsson og Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka í Hrútafirði eru í opnuviðtali Feykis í dag. Mynd: Bændablaðið/SMH

Bæjarnafnið Tannstaðabakki lætur kunnuglega í eyrum úr veðurfregnum fyrri ára. Bærinn stendur við Hrútafjörð og er sá fyrsti sem komið er að þegar beygt er áleiðis inn á Heggstaðanes. Þar er rekinn fjölbreyttur búskapur, meðal annars eina kjúklingabúið á Norðurlandi vestra.

Það eru hjónin Skúli Einarsson og Ólöf Ólafsdóttir sem reka það, en dóttir þeirra og tengdasonur hafa nýlega tekið við sauðfjár- og kúabúskapnum. Feykir heimsóttir Skúla og Ólöfu á annasömum degi, þegar verið var að taka á móti 14 þúsund kjúklingaungum og bóndinn var nýkominn úr söngtíma á Hvammstanga.

Árið 1984 fluttu þau að Tannstaðabakka og tóku við búi af foreldrum Skúla, sem þá var um 300 kinda sauðfjárbú. „Ég plataði Ólöfu alveg upp úr skónum, reyndar ekki vísvitandi. Ég sagði henni, eins og mér fannst þá, að það væri lítið mál að taka við þessu,“ segir Skúli. „Vel uppbyggt bú og við þyrftum ekkert að gera nema flytja og búa,“ bætir Ólöf við. Meira um búskapinn á Tannstaðabakka og bændurna þar í opnuviðtali Feykis í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir