Hofsós í sól og sumaryl
Veðrið lék heldur betur við Skagfirðinga í dag, ríflega 20 stiga hiti mest allan daginn og stillt veður. Ljósmyndari Feykis sleit sig frá Ólympíuleikunum og brunaði í Hofsós með myndavélina. Þar var heldur líf í kringum sundlaugina sem var í fyrra valin besta sundlaug landsins í könnun DV.
Fjöldi fólks naut lífsins í sólinni, Skagafjörður skartaði heldur betur sína fegursta og spegluðust fjöll og bláhiminn í lognkyrrum firðinum.
Veðurstofan gerir ekki ráð fyrir sömu blíðunni á morgun, sunnudag, en gert er ráð fyrir dálítilli súld eða rigningu með köflum og hita á bilinu 8-14 stig. Mest alla næstu viku er þó gert ráð fyrir fínu veðri, yfirleitt sól og hita á bilinu 15-20 stig. Eða eins og sagt var í villta vestrinu: Jí-ha!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.