Hofs- og Hofsósssóknir sameinast og Skagafjörður verður eitt prestakall

Hofskirkja. Mynd af kirkjan.is.
Hofskirkja. Mynd af kirkjan.is.

Á sextugasta og fjórða kirkjuþingi Þjóðkirkjunnar, sem var sett sl. laugardag, var samþykkt tillaga um sameiningu allra prestakalla í Skagafirði í eitt, Skagafjarðarprestakall. Tekur það gildi 1. janúar 2023.

Þar með leggjast af heiti fyrri sókna, Glaumbæjar-, Hofsós og Hóla-, Miklabæjar- og Sauðárkróksprestakall. Þá var samþykkt að Hofs- og Hofsósssóknir í Hofsóss- og Hólaprestakalli heiti framvegis Hofsósssókn en sameining þeirra var samþykkt í vor. Hofsóskirkja verður sóknarkirkja safnaðarins en Hofskirkja leggst af sem slík en velvilji eigenda hennar, Lilju Pálmadóttur, liggur fyrir um að athafnir megi fara fram í kirkjunni í samráði við hana.

Við gildistöku sameiningarinnar, þann 30. nóvember nk., verður kosin þriggja manna sóknarnefnd, sem starfar fram að aðalsafnaðarfundi hinnar nýju sóknar 2023. Þá verður kosið að nýju, til þess að kosningar komist á rétt ról, segir í samningi um sameiningu sóknanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir