„Hlustuðum á margar sögur, flestar afskaplega sorglegar“

Árni Gunnarsson tekur viðtal við flóttamann (lengst til hægri) og starfsmenn hjálparstofnana. Mynd/Skotta Film.
Árni Gunnarsson tekur viðtal við flóttamann (lengst til hægri) og starfsmenn hjálparstofnana. Mynd/Skotta Film.

Skotta Film stefnir á að framleiða tvo sjónvarpsþætti um flóttamanna aðstoð Íslands. Annars vegar um ástandið hjá flóttamönnum frá Sýrlandi sem staddir eru í Líbanon og hins vegar um þær fjölskyldur sem komu til Íslands á dögunum og aðlögun þeirra, með sérstaka áherslu á fjölskyldurnar sem setjast að á Akureyri. Árni Gunnarsson kvikmyndargerðamaður ferðaðist til Beirút í Líbanon dagana 12.-19. janúar sl., ásamt Önnu Sæunni Ólafsdóttur kvikmyndagerðarkonu, til að kynna sér aðstæður þar ytra og fylgja flóttamönnunum heimleiðis. 

„Megin ætlunin var að skoða alla starfsemi sem íslensk stjórnvöld er að styðja og reyna að miðla því til fólks hvernig við erum að eyða þessum peningum í flóttamenn og hvar þeir nýtast,“ útskýrir Árni. Í Beirút kynntu Árni og Anna sér hjálpar- og þróunarstarf sem íslensk stjórnvöld styður og snýr að því að mæta daglegum grunnþörfum fyrir velferðaþjónustu, t.d. fræðslustarf og heilsugæslu.

Síðan á öðrum degi heimsóttum við þrjár flóttamannafjölskyldur sem komu til Akureyrar og mynduðum aðstæður þeirra úti. Þær voru misjafnlega bágbornar en í heildina litið ekki mönnum bjóðandi,“ tekur hann fram. Árni lýsir híbýlum flóttamanna sem einskonar skúrum, í raun algjörum hreysum. Lítið rými var í skúrunum, myglusveppaskán innan á veggjum og fleira óboðlegt. „Það var eftirminnilegt að heimsækja þetta fólk og sjá neyðina. Fólkið sem við hittum var mjög geðugt, allstaðar sem við komum var okkur mjög vel tekið og leyft að mynda aðstæður. Við hlustuðum á margar sögur, flestar afskaplega sorglegar,“ segir Árni.  

Feykir fékk að heyra nánar um förina og má lesa viðtalið við Árna í Feyki vikunnar. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir