Kröfur ríkisins í eyjar og sker á Norðurlandi vestra

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“ og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar en það gerir kröfu í allar eyjar og sker, sem eru 105 talsins, á Norðurlandi vestra nema Málmey því það er í eigu ríkisins. 

Málsmeðferð á hverju svæði hefst á því að óbyggðanefnd tilkynnir fjármála- og efnahagsráðherra að nefndin hafi ákveðið að taka svæðið til meðferðar og veitir honum frest til að lýsa fyrir hönd íslenska ríkisins kröfum um þjóðlendur þar. Þegar kröfur ríkisins liggja fyrir kynnir óbyggðanefnd þær og skorar á þá sem telja til eignarréttinda eða annarra réttinda á svæði sem ríkið gerir kröfu til að lýsa kröfum sínum innan tiltekins frests. Að liðnum þeim fresti eru heildarkröfur kynntar. Óbyggðanefnd rannsakar síðan málin, sem felur m.a. í sér umfangsmikla og kerfisbundna gagnaöflun í samvinnu við sérfræðinga á Þjóðskjalasafni Íslands. Leiði rannsókn nefndarinnar í ljós að einhver kunni að telja til eignarréttinda án þess að hafa lýst kröfu er viðkomandi gefinn kostur á að gerast aðili máls, sbr. 3. mgr. 13. gr. þjóðlendulaga. Þegar framkomin gögn hafa verið rannsökuð til hlítar úrskurðar óbyggðanefnd um kröfur málsaðila. Ef svæði sem ríkið hefur gert þjóðlendukröfur til reynast samkvæmt rannsókn óbyggðanefndar vera eignarlönd er kröfum ríkisins þar hafnað. Svæði sem reynast utan eignarlanda eru hins vegar úrskurðuð þjóðlendur.  Hér má sjá tilkynningu óbyggðanefndar.

1. Hraunhólmi
2. Drangey
3. Þórðarhöfði
4. Elínarhólmi
5. Lundey
6. Ingveldastaðahólmi
7. Þursasker
8. Eyjarey

9. Torfasker
10. Fáskrúð
11. Geldingahólmi
12. Illugastaðasker
13. Tangar
14. Kirkjusker
15. Eyja / Bakkaeyja
16. Stapasker
17. Naggur
18. Malarsker
19. Klettsker

20. Hrútey
21. Bræðrahólmi
22. Akurshólmar
23. Hjaltabakkahólmi
24. Þröskuldur
25. Grunney
26. Landey
27. Djúpey
28. Kolkusker
29. Gvendarboði
30. Stórfiskur
31. Vaðgeir
32. Múlaey
33. Brúnkolla
34. Bjargastapi
35. Kerlingarbjarg
36. Rifsbjarg
37. Þrándarrif
38. Þrándarbjarg
39. Rifsbjarg
40. Bóndaklettur
41. Miðlungur
42. Skarfur
43. Landey
44. Djúpeyjar
45. Múlaey
46. Vaðgeir
47. Stórfiskur
48. Gvendarboði
49. Atlasker
50. Ingveldarstaðahólmi
51. Skarfasteinar
52. Kirkjuflös
53. Innstalandssker
54. Brúareyja
55. Lundey
56. Brimnes
57. Elínarhólmi
58. Yzti-klettur
59. Miðklettur
60. Syðstiklettur
61. Æðarsker
62. Ingveldarstaðahólmi
63. Innstalandssker
64. Sævarlandsstapi
65. Þursasker
66. Skarfasteinar
67. Hjalti
68. Dyrasker
69. Sævarlandsstapi
70. Berg
71. Kerling
72. Þursi
73. Staðarhólmar / Eyrar
74. Hrútey - Stóra-ey og Litla-ey
75. Sker
76. Sléttbakur
77. Varpsker
78. Hvalvíkursker
79. Skarfasteinn
80. Grámannaboði
81. Ögmundarsker
82. Lagnarhlein
83. Naggur
84. Malarsker
85. Klettsker
86. Kirkjusker
87. Stóra-Hjallasker
88. Smiðjusker
89. Illugastaðasker / Tangar
90. Bakkaeyja
91. Dyrasker
92. Torfi
93. Torfasker
94. Fáskrúð
95. Þyrsklingur
96. Brandstangaboðar
97. Naggar
98. Brimilsvík
99. Brimilsvíkursker
100. Stoðir
101. Maríusker
102. Súlur
103. Hvítserkur
104. Selsker
105. Vesturhóp

Öll sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hvetja eigendur þeirra eyja, skerja og höfða sem ríkið gerir nú kröfur um að eignast til að huga að undirbúningi sinna hagsmuna og leita aðstoðar lögmanns. Sjá nánar um undirbúning með því að smella hér. Kröfum eigenda skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024 fyrir óbyggðanefnd, Borgartúni 29, 105 Reykjavík, postur@obyggdanefnd.is. Að lokinni gagnaöflun og rannsókn á eignarréttarlegri stöðu svæðanna úrskurðar óbyggðanefnd um framkomnar kröfur.

Skagafjörður vill einnig vekja athygli á að íslenska ríkið ber kostnað einstaklinga og lögaðila vegna hagsmunagæslu fyrir óbyggðanefnd, að teknu tilliti til tilgreindra skilyrða. Þau skilyrði má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir