Hlaupið í rjómablíðu

Hressir skokkarar komnir í mark!

Það voru sælir og sveittir skokkarar sem skiluðu sér í mark við sundlaugina á Sauðárkróki á milli klukkan 12-13 í dag eftir að hafa hlaupið - raunar mislangt - Króksbrautarhlaup. Við sundlaugina beið skokkstjórinn Árni Stefáns með góðgæti handa skokkurum og sveitarfélagið Skagafjörður bauð í sund. Fín þátttaka var í hlaupinu og ekki skemmdi veðrið fyrir, sól og skagfirskt logn.

Ljósmyndari Feykis var með myndavélina á lofti og myndaði sveitta og sæla skokkara sem sumir hverjir hafa nú sennilega einhverntímann litið betur út en eftir að hafa skilað sér í mark eftir erfiðið!?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir