Hiti og suðlægar áttir í kortunum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.02.2009
kl. 08.09
Eftir tveggja vikna samfelldan frosthörkukafla gerir spáin fyrir næsta sólahringinn ráð fyrir suðlægri átt og þurru til þess að byrja með. Um hádegi er gert ráð fyrir að hann snúi sér í suðvestan 13 - 18 með rigningu. Hiti verður á bilinu 2 - 8 stig.
Á morgun er gert ráð fyrir suðaustan 8-13 með rigningu síðdegis á morgun. Hiti 2 til 8 stig.
Hvað færð á vegum snertir þá eru hálkublettir á helstu leiðum en flughálka er innanbæjar á Sauðárkrókir og víðar og því bendum við gangandi vegfarendum á að fara að öllu með gát.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.