Hitaveita hækkar um 3,5 %
feykir.is
Skagafjörður
12.02.2009
kl. 08.09
Stjórn Skagafjarðaveitna ehf samþykkti á síðasta fundi sínum að hækka gjaldskrá hitaveitu um 3,5 % frá 1. mars næst komandi.
Þá gerði Páll Pálsson á fundinum grein fyrir breytingum á hluthafasamningi vegna Gagnaveitu Skagafjarðar ehf. á milli Kaupfélags Skagfirðinga, Skagafjarðarveitna ehf. og Sv. Skagafjarðar, sem samþykkt var á stjórnarfundi 3. júní 2008. Stjórn Skagafjarðarveitna ehf. samþykkir breytt samkomulag þar sem er gert er ráð fyrir að hlutur Skagafjarðarveitna ehf. verði 23 milljónir króna í hlutafjáraukningunni í stað 33. milljóna króna í áður gerðu samkomulagi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.