Hilmar Örn norðurlandameistari í skylmingum

Skagfirðingurinn Hilmar Örn Jónsson varð Norðurlandameistari í skylmingum með höggsverði um páskahelgina. Mótið fór fram í Örebro í Svíþjóð en Íslendingar lönduðu þar 6 gull-, 5 silfur- og 8 bronsverðlaunum.

 

Hilmar Örn keppti í flokki pilta undir 15 ára. Til að glöggva sig betur á kappanum þá er hann skagfiringur að ætt sonur Jóns Gunnars Valgarðssonar og Helgu Baldursdóttur frá Páfastöðum.

Hilmar er geysi efnilegur í þessari íþrótt og komst hann í fréttirnar fyrr í vetur þegar hann vann til gullverðlauna í heimsbikarmóti í sömu grein.

http://www.feykir.is/archives/5938

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir