Hestar og menn í Laufskálarétt
Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði, sem gjarnan er nefnd drottning stóðréttanna, fór fram í góðu veðri í gær. Gestir réttarinnar telja jafnan margfaldan hrossafjöldann, engin undantekning var þar á þetta árið og sem fyrr var gleðin við völd.
Vel gekk að koma stóðinu af fjalli og rétta. Sem fyrr segir lagði fjöldi manns leið sína að réttinni ýmist til að taka þátt eða fylgjast með réttarstörfum og er talið að allt að þrjú þúsund manns hafi verið á staðnum.
Atli Traustason réttarstjóri sagði í samtali við Feyki fyrir helgi að sjálfboðaliðar sem taka þátt í að reka stóðið niður af fjalli séu jafnan um 300 talsins. Ýmsir aðilar eru með skipulagðar ferðir í smölunina, þá koma einnig menn með hesta með sér. „Bændurnir fara ekki mikið í þetta sjálfir, enda eru þeir löngu búnir að smala inn. Þetta er bara sporttúr,“ sagði hann.
Blaðamaður Feykis smellti af meðfylgjandi myndum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.