Hestamenn vilja úrbætur

 Hestamannafélagði Léttfeti hefur ítrekað óskir félagsins um úrbætur í hesthúsahverfinu við Flæðagerði varðandi lýsingu, gatnakerfi og snjómokstur. Erindið hafið áður verið lagt fyrir fund Byggðaráðs sem vísaði erindinu  til umhverfis- og samgöngunefndar til úrlausnar.

Guðmundur Sveinsson kom til fundar við nefndina vegna þessa erindis.Guðmundur lagði áherslu á að í þriggja ára fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins verði gert ráð fyrir fjármunum til uppbyggingar og viðhalds svæðisins. Á fjárhagsáætlun þessa árs er áætlað að veita 5 milljónum til gatnagerðar á svæðinu. Þá er áformað að fara í vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir svæðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir