Hestaferð Stíganda 2015

Hestaferð Stíganda 2015 verður farin 8. og 9. ágúst. Farið verður frá Silfrastaðarétt kl. 14  laugardaginn 8.ágúst og riðin leið sem liggur í Heiðarland, en farið verður fram að vestan hjá Egilsá og Borgargerði og þar verður að teyma. Ef einhverjir verða með rekstur þá fer hann fram ganginn að austan.

Grillað verður um kvöldið í Heiðarlandi og gist. Svo verður morgunmatur daginn eftir og ef áhugi er fyrir hendi verður riðið fram í dalinn og síðan niður í Blönduhlíð og hver til síns heima. Hægt að geyma hesta á Miklabæ ef einhver vill. Verði stillt í hóf.

Skellið þið hnakk á hestana og komið með. Skemmtun að hætti ferðanefndarinnar.
Þáttöku þarf að tilkynna fyrir 6.ágúst hjá Moniku í síma 864 0820 eða Agnari í síma 895 4123.

/fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir