Hellingur af myndum frá frábærri sýningu
Allflestir Skagafirðingar hafa að líkindum heimsótt Íþróttahúsið á Sauðárkróki um helgina til að berja augum hina hreint frábæru atvinnu, mannlífs- og menningarsýningu Skagafjörður 2010 - lífsins gæði og gleði. Þátttaka í sýningunni var frábær og fjöldi gesta framar vonum.
Feykisliðið mætti að sjálfsögðu til leiks og myndaði og hér má finna afrakstur sunnudagsins.
Fleiri fréttir
-
Fiskisúpa og mömmu konfektkaka | Matgæðingur Feykis
Matgæðingur vikunnar í tbl. 47, 2024, var Fanney Ísfold Karlsdóttir en hún starfar sem sjúkraþjálfari á HSN á Króknum og hefur gert í töluvert mörg ár. Áhugi hennar á hreyfingu og hollu mataræði hefur fylgt henni lengi og er eitt af áhugamálum fjölskyldunnar að elda og borða góðan og hollan mat, helst að “elda frá grunni”, prófa nýjar uppskriftir og þróa eigin.Meira -
Framkvæmdir við höfnina ganga ágætlega
„Framkvæmdir við Ásgarð ganga vel, Borgarverk er langt komið með sinn verkhluta. Þeir hafa verið með 4-5 starfsmenn á Skagaströnd og stórvirkar vinnuvélar og bíla eftir þörfum síðan þeir byrjuðu fyrir alvöru í september. Þeir luku við að reka niður stálþilið, rétta það af, fylla og þjappa efni í garðinn 6. mars sl.," segir Baldur Magnússon hafnarstjóri á Skagaströnd þegar Feykir forvitnaðist um hvernig framkvæmdir gengju fyrir sig.Meira -
Áfram slátrað í sláturhúsinu á Hvammstanga
Bændablaðið sagði frá því í dag á fréttavefnum sínum að slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður með svipuðu sniði á þessu ári og verið hefur. Ákvörðun um að hætt yrði að slátra á Hvammstanga hafði aldrei formlega verið tekin en áform voru uppi um að slátruninni yrði hætt þar, sem liður í hagræðingu vegna kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska.Meira -
Opið fyrir skráningar á skákmótið á Blönduósi sem fer fram dagana 15.-21. júní
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 21.03.2025 kl. 13.50 siggag@nyprent.isSkáksamband Íslands ætlar að bregða á leik í sumar í tilefni af 100 ára afmæli sínu segir á fréttavefnum huni.is. En haldið verður Icelandic Open - Opna Íslandsmótið í skák á Blönduósi dagana 15.-21. júní. Tefldar verða níu umferðir á sjö dögum í Krúttinu í gamla bænum. Skákhátíðin hefst með aðalfundi sambandsins sem fram fer laugardaginn 14. júní og lýkur með sterku hraðskákmóti, Blönduós Blitz, sem fram fer 22. júní. Búið er að opna fyrir skráningu í mótið. Góð verðlaun verða á mótinu og verða þau gerð opinber í vikunni. Alls konar skemmtilegir hliðarviðburðir fara fram mótinu samhliða en þeir verða auglýstir síðar.Meira -
Er í lagi með brunavarnirnar á þínu heimili?
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 21.03.2025 kl. 13.34 siggag@nyprent.isÍ upphafi árs framkvæmdi HMS árlega skoðanakönnun um brunavarnir heimilanna. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að reykskynjarar eru á 96 prósent heimila landsins, helmingur þeirra landsmanna sem eru með slökkvitæki á heimilum sínum yfirfara tækin ekki og 45 prósent íbúða á leigumarkaði eru ekki með eldvarnarteppi. Niðurstöður könnunarinnar sýna að ástand brunavarna á heimilum er almennt gott. Einn eða fleiri reykskynjarar eru á 96 prósent heimila, 80 prósent heimila eru með slökkvitæki og 66 prósent með eldvarnarteppi.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.