Helga Margrét sigursælust á MÍ 15-23

Helga Margrét Þorsteinsdóttir var sigursælust á Meistaramóti unglinga 15-22 ára sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina. Hún vann allar sex keppnisgreinar sem hún tók þátt í í stúlknaflokki eða 60m, 60m gr., 200m, langstökk, hástökk og kúluvarp. Helga Margrét er Vestur Húnvetningur að uppruna en keppir nú undir merkjum Ármanns Reykjavík.

Fyrir skömmu bætti Helga Margrét eigið met í þremur aldursflokkum unglinga á innanfélagsmóti ÍR í Laugardalshöll.  Helga Margrét varpaði kúlunni 14,18 metra og bætti þar með eigið met í stúlkna, unglinga- og ungkvennaflokki um 39 sm.  Gamla metið var 13,79m sett á Stórmóti ÍR þann
17. janúar sl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir